Ólöf Nordal (1961-) Fygli, 2023 Brons, texti og hljóð, stærð breytileg
Ólöf Nordal (1961-) Fygli, 2023 Brons, texti og hljóð, stærð breytileg

Verk Ólafar Nordal, Fygli, samanstendur af fjórum misstórum verum sem hver á sér heiti; Gilligú er stærstur, næstur er Gilligogg, þá Fílíófó og Gaggalagú er minnstur. Stærðarmunurinn og nöfnin gefa til kynna að hér kunni að vera komin fjölskylda sem hefur tímabundið tyllt sér á fjóra stöpla. Verurnar eiga samskipti sín á milli með tísti og öðrum óvæntum hljóðum sem eru í áhugaverðri mótsögn við hinn klassíska efnivið fyglanna, brons. Verkinu fylgir glaðlegur og húmorískur texti: Tístir rugl og rogl, á rumpi situr fogl, fílíófó, fílíófogg, fyglið Gilligogg.

Verurnar fjórar eru með óræðum hætti einhvers konar sambland fugla og manna, þær eru án vængja og Gaggalagú krossleggur fætur og dinglar þeim eins og manneskja sem bíður einhvers í lífinu. Verurnar eru mótaðar með frjálsu og leikandi handbragði listamannsins, handbragði sem er allt að því kæruleysislegt. Aðferðin sem Ólöf beitir

...