Þrýstingur frá samfélaginu, hvar viðmið og siðir hafa breyst – að einhverju leyti – hefur spilað ákveðna rullu í viðstuggun á þessum mönnum.
Risi Sean Combs hefur verið afar valdamikill í tónlistargeiranum þrátt fyrir ásakanir um ýmis kynferðisbrot.
Risi Sean Combs hefur verið afar valdamikill í tónlistargeiranum þrátt fyrir ásakanir um ýmis kynferðisbrot. — AFP/Stan Honda

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ásakanir um margvísleg kynferðisbrot hafa hangið yfir Sean Combs í áratugi. Eftir að Cassie Ventura, unnusta hans frá 2007 til 2018, með hléum þó, kærði hann í nóvember í fyrra fór boltinn að rúlla. Eftir að myndband fór í loftið í maí á þessu ári, þar sem Combs ræðst á Ventura á hóteli (árið 2016) fór að þrengja enn frekar að honum. Kærur hafa hlaðist upp á árinu og var Combs handtekinn í New York, 16. september síðastliðinn, og hefur hann verið kærður fyrir mansal af kynferðislegum toga og rekstur glæpahrings og er ekki enn útséð með fjölda kæra eða af hvaða gerð þær kunna að verða. Réttarhöld verða í maí á næsta ári. Sean Combs er, eins og sakir standa, risi á brauðfótum hvers veldi virðist vera að hrynja til

...