Landsbyggðin Fjölmörg störf eru á Sauðárkróki í fjarvinnslu.
Landsbyggðin Fjölmörg störf eru á Sauðárkróki í fjarvinnslu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Starfsfólk í óstaðbundnum störfum er almennt farsælt í starfi og upplifir jákvætt viðhorf gagnvart vinnufyrirkomulaginu.

Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um reynsluna af óstaðbundnum störfum. Heiti skýrslunnar er: „Ef þú vilt búa út á landi þá þarft þú að geta haft þetta val.“

Einn helsti kosturinn við þetta fyrirkomulag er að geta unnið starf sem annars væri ekki í boði á svæðinu þar sem fólkið býr. Sveigjanleiki starfsins er nefndur sem kostur. Auk þess sem óstaðbundin störf fjölgi atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni.

Verkefnisstjóri var Sæunn Gísladóttir en auk hennar unnu Anna Soffía Víkingsdóttir og Rannveig Gústafsdóttir að rannsókninni. Rannsóknin var styrkt af Byggðarannsóknasjóði

...