Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn heldur óraunhæfri hugmynd um Hvassahraun til streitu í baráttu sinni gegn Reykjavíkurflugvelli.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag að Reykjavíkurborg léti af fjármögnun og annarri þátttöku vegna hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. Tillagan var felld með atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar.

Stýrihópur um mögulega staðsetningu flugvallar í Hvassahrauni (Afstapahrauni) hefur skilað af sér skýrslu. Hópurinn kemst ekki að óyggjandi niðurstöðu en vill halda áfram að skoða málið. Samþykktir hafa verið reikningar fyrir 181 milljón króna vegna vinnu hópsins.

Athygli vekur að aðeins er fjallað um náttúruvá vegna jarðhræringa og eldgosa á þremur blaðsíðum í skýrslunni. Skýrsluhöfundar taka fram að hættumat vegna eldgosa og jarðskjálfta fyrir Hvassahraun byggist á stöðu þekkingar áður en eldvirkni

...