Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur stefnt Kennarasambandi Íslands (KÍ) fyrir félagsdóm vegna verkfallsaðgerða sem kennarasambandið hefur boðað til þann 29. október. Anton Björn Markússon, lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rekur málið fyrir hönd þess
Mótmæli Kennarar fyrir utan ráðhús Reykjavíkur í vikunni.
Mótmæli Kennarar fyrir utan ráðhús Reykjavíkur í vikunni. — Morgunblaðið/Eggert

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

solrun@mbl.is

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur stefnt Kennarasambandi Íslands (KÍ) fyrir félagsdóm vegna verkfallsaðgerða sem kennarasambandið hefur boðað til þann 29. október. Anton Björn Markússon, lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rekur málið fyrir hönd þess.

Að hans sögn er málinu stefnt til félagsdóms sökum þess að SÍS telur að því hafi ekki gefist ráðrúm til þess að taka afstöðu til krafna KÍ og aðildarfélaga þess áður en verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Kennarar hafa verið samningslausir frá 31. maí.

...