Bókaútgáfan Sögur sendir frá sér ýmsar bækur fyrir jólin, skáldskap og bækur almenns efnis. Dauðinn einn var vitni nefnist nýjasta glæpasaga Stefáns Mána um Hörð Grímsson. „Einn daginn heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar
Stefán Máni
Stefán Máni

Bókaútgáfan Sögur sendir frá sér ýmsar bækur fyrir jólin, skáldskap og bækur almenns efnis.

Dauðinn einn var vitni nefnist nýjasta glæpasaga Stefáns Mána um Hörð Grímsson. „Einn daginn heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar. „Eftir þrjá daga mun ég hlaupa af stað. Eftir að ég hleyp af stað hafið þið þrjár klukkustundir til að stöðva mig.““

Steindór Ívarsson sendir frá sér glæpasöguna Völund sem er sögð „margflókin og magnþrungin“. Bókin er gefin út í samstarfi við Storytel og birtist einnig þar sem hljóðbók.

Krydd lífsins eftir Einar Örn Gunnarsson er safn tólf smásagna sem allar gerast í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá Nuuk til

...