Leikarar Fyrsti bekkurinn í SÁL-skólanum og fyrsti hópurinn sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands. Samankomin á 30 ára útskriftarafmælinu.
Leikarar Fyrsti bekkurinn í SÁL-skólanum og fyrsti hópurinn sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands. Samankomin á 30 ára útskriftarafmælinu.

Elísabet Bjarklind Þórisdóttir er fædd 17. október 1954 í Reykjavík og ólst upp í Smáíbúðahverfinu. „Ég var farin að leika í leikritum í barnaskóla, og oftar en ekki undir stjórn Hinriks Bjarnasonar. Ég var í skátunum og söng síðar í Kór Söngskólans í Reykjavík. Það ætti að vera hluti af skólaskyldunni að syngja í kór, eins og það er í Kársneskóla í Kópavogi, en þar var Þórunn Björnsdóttir í broddi fylkingar. Tónlist og söngur eru mannbætandi og alþjóðlegt tungumál.“

Elísabet var í tímakennslu í Ásuskóla, fór síðan í Breiðagerðisskóla, Réttarholtsskóla, Leiklistarskóla SÁL 1972-75 og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Hún var síðan í námi við Endurmenntun HÍ í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun 2010-2011.

„Að loknu gagnfræðaprófi fór ég í ágúst 1971 sem au pair til þeirra yndislegu hjóna, Elísu og Gunnars Schram, í

...