Sigurður Björnsson fæddist 5. júní 1942. Hann lést 29. september 2024.

Útför hans fór fram 16. október 2024.

Það er undarleg tilfinning að þurfa að kveðja vin sem hefur verið manni kær í gegnum lífið og þegar ég frétti af fráfalli Sigurður Björnssonar streymdu myndir minninganna fram.

Foreldrar okkar voru nánir vinir. Feður okkar báðir læknar og þriðji vinurinn í hópnum kollegi þeirra, Gunnar Cortes. Vinirnir áttu svo margt fleira sameiginlegt en bara starfið og fræðin, þeir voru duglegir að stunda menninguna með eiginkonum sínum, fóru í leikhús, á tónleika og þegar nýjar og áhugaverðar bækur komu út hittust þau öll í heimahúsi og þeir skiptust á að lesa bækurnar upphátt.

Stundum var líka ferðast um landið með okkur börnin. Fyrsta myndin er úr slíkri ferð þar

...