Haustútgáfan hjá Bókabeitunni einkennist að vanda af bókum fyrir börn og ungmenni en þó má finna nokkrar bækur ætlaðar fullorðnum á listanum. Af barna- og ungmennabókum má nefna Valkyrjusögu eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem er sögð…
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir

Haustútgáfan hjá Bókabeitunni einkennist að vanda af bókum fyrir börn og ungmenni en þó má finna nokkrar bækur ætlaðar fullorðnum á listanum.

Af barna- og ungmennabókum má nefna Valkyrjusögu eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem er sögð „æsispennandi, ríkulega myndlýst, listaverk í bókarformi“. Þess má geta að hún sendir einnig frá sér Tarotspil norrænna goðsagna.

Embla Bachmann, 18 ára menntaskólastúlka, sendir frá sér aðra bók sína sem nefnist Kærókeppnin. Hjalti Halldórsson skrifar bók um Jólympíuleikana, Hinn eini sanni sveinn, sem útgefandi segir bráðfyndna lesningu.

Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð senda frá sér framhald

...