Það hefur gustað um knattspyrnuþjálfarann Frey Alexandersson undanfarnar vikur en þjálfarinn er á sínu fyrsta heila tímabili hjá belgíska A-deildarfélaginu Kortrijk. Freyr, sem er 41 árs gamall, tók við þjálfun belgíska liðsins í janúar á þessu ári…
Þjálfari Freyr Alexandersson er á sínu fyrsta heila tímabili hjá Kortrijk í Belgíu en hann bjargaði félaginu frá falli á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð.
Þjálfari Freyr Alexandersson er á sínu fyrsta heila tímabili hjá Kortrijk í Belgíu en hann bjargaði félaginu frá falli á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. — Ljósmynd/Kortrijk

Belgía

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Það hefur gustað um knattspyrnuþjálfarann Frey Alexandersson undanfarnar vikur en þjálfarinn er á sínu fyrsta heila tímabili hjá belgíska A-deildarfélaginu Kortrijk.

Freyr, sem er 41 árs gamall, tók við þjálfun belgíska liðsins í janúar á þessu ári og bjargaði liðinu frá falli á ævintýralegan hátt en liðið var með tíu stig eftir 20 umferðir í neðsta sæti deildarinnar þegar íslenski þjálfarinn tók við.

Freyr var þriðji þjálfarinn sem var ráðinn til Kortrijk, bara á síðasta tímabili, en liðið endaði í 14. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 41 stig. Kortrijk bjargaði sér svo endanlega frá falli þann 26. maí þegar liðið hafði betur gegn Lommel, sem hafnaði í 4. sæti B-deildarinnar, en þá

...