Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í gær á móti fulltrúum átaksins Hnífalaus framtíð. Þær Hrefna Dís Héðinsdóttir, Karen Birna Einarsdóttir Stephensen, Tinna Sigríður Helgadóttir og Valdís Eva Eiríksdóttir úr Verzlunarskóla Íslands afhentu…
Átak Bjarni og fulltrúar átaksins, Valdís Eva Eiríksdóttir, Hrefna Dís Héðinsdóttir, Karen Birna Einarsdóttir Stephensen og Tinna Sigríður Helgadóttir.
Átak Bjarni og fulltrúar átaksins, Valdís Eva Eiríksdóttir, Hrefna Dís Héðinsdóttir, Karen Birna Einarsdóttir Stephensen og Tinna Sigríður Helgadóttir.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í gær á móti fulltrúum átaksins Hnífalaus framtíð. Þær Hrefna Dís Héðinsdóttir, Karen Birna Einarsdóttir Stephensen, Tinna Sigríður Helgadóttir og Valdís Eva Eiríksdóttir úr Verzlunarskóla Íslands afhentu forsætisráðherra á annað þúsund undirskriftir þar sem hvatt er til hertra laga um vopnaburð.

Á fundinum ræddu þær um mikilvægi þess að ungt fólk upplifði sig öruggt og leggja yrði áherslu á að draga úr vopnaburði meðal þess.

Þá kynntu þær fyrir forsætisráðherra tölfræði og tillögur um efnið, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Þar segir einnig að þær leggi áherslu á að hnífa eigi ekki að nota sem vopn og með hertum viðurlögum megi koma í veg fyrir alvarleg ofbeldisbrot og bjarga mannslífum. Þannig megi draga

...