Í Kínaferð íslenskra sósíalista árið 1959 var sr. Gunnari Benediktssyni fært tíbeskt handrit að gjöf, sem reyndist dýrgripur við nánari skoðun.
Dýrgripur Viðkvæmt handritið er varðveitt í haganlega gerðu skríni.
Dýrgripur Viðkvæmt handritið er varðveitt í haganlega gerðu skríni.

Guðbjörg Gígja Árnadóttir

Vegir Drottins eru órannsakanlegir og í vörslu þjóðkirkjunnar eru margir dýrgripir sem þangað hafa ratað með ófyrirséðum hætti enda eitt af hlutverkum kirkjunnar að varðveita sögu og gripi er tengjast kirkjunni og trúarlífi landsmanna. Óhætt er að segja að þessi kirkjulega menning þjóðarinnar hafi fært okkur marga dýrgripi og sumir hafa borist til kirkjunnar með óvenjulegum hætti.

Í október 1959 fór hópur íslenskra sósíalista til Kína til að minnast 10 ára afmælis alþýðulýðveldisins. Hópurinn dvaldist í Kína í þrjár vikur og kynntist menningu landsins þó að hið pólitíska erindi hafi verið í aðalhlutverki. Í hópnum var meðal annars séra Gunnar Benediktsson sem var áhugasamur um sögu og menningu Kína. Í Peking fengu þeir að skoða lamaklaustur og fræddust um lífið innan múra þess. Einnig var þeim sýnt handritasafn

...