Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknatt­leik úr Vestmannaeyjum, söðlaði um í Þýskalandi í sumar er hún skipti frá Sachsen Zwickau til töluvert stærra félags, Blomberg-Lippe. Þar nýtur hún sín vel hjá liði sem setur stefnuna á að keppa um alla titla sem í boði eru. Díana, sem er 27 ára örvhent skytta, segir að það að hún tali þýsku hafi eflaust hjálpað henni að aðlagast fljótt og þá sé gott að hafa annan Íslending, Andreu Jacobsen, sem liðsfélaga. » 72-73