Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak Ventures hefur ásamt hópi fjárfesta fjárfest fyrir samtals 330 milljónir króna í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Því er ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu og tengja saman nemendur, kennara og tónlistarfólk um allan heim
Músík Margrét segist oft hafa hitt fólk sem er harmþrungið yfir að hafa ekki getað lært á hljóðfæri á yngri árum.
Músík Margrét segist oft hafa hitt fólk sem er harmþrungið yfir að hafa ekki getað lært á hljóðfæri á yngri árum. — Morgunblaðið/Eyþór

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak Ventures hefur ásamt hópi fjárfesta fjárfest fyrir samtals 330 milljónir króna í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Því er ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu og tengja saman nemendur, kennara og tónlistarfólk um allan heim.

Stofnandi félagsins, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutaféð sé ætlað í frekari vöxt á erlendum mörkuðum.

Margrét líkir Moombix við leigufyrirtækið AirBnB og leigubílafyrirtækið Uber. Rétt eins og bílstjórar geta skráð sig inn á Uber og byrjað að aka með farþega geti kennarar skráð sig inn í Moombix og tekið á móti nemendum í lifandi kennslustundum á netinu. Margrét segir að við þróun kerfisins séu

...