Íslenska lífeyriskerfið er það næstbesta í heimi, að mati stofnunarinnar Mercer CFA sem birtir árlega alþjóðlega lífeyrisvísitölu þar sem mat er lagt á lífeyriskerfi 48 landa. Holland fær hæstu einkunnina, 84,8 stig, Ísland fær 83,4 stig, Danmörk…
Lífeyrir Íslenska lífeyriskerfi er áfram talið það næst besta í heimi.
Lífeyrir Íslenska lífeyriskerfi er áfram talið það næst besta í heimi. — Morgunblaðið/Styrmir Kári

Íslenska lífeyriskerfið er það næstbesta í heimi, að mati stofnunarinnar Mercer CFA sem birtir árlega alþjóðlega lífeyrisvísitölu þar sem mat er lagt á lífeyriskerfi 48 landa.

Holland fær hæstu einkunnina, 84,8 stig, Ísland fær 83,4 stig, Danmörk 81,6 stig og Ísrael 80,2 stig en þetta eru einu löndin sem fá einkunnina A. Er þessi röð óbreytt frá síðasta ári. Segir í skýrslu stofnunarinnar að þessi einkunn endurspegli að lífeyriskerfin séu öflug, veiti góð lífeyrisréttindi, séu sjálfbær og njóti trausts.

Finnland og Noregur fá einkunnina B+ og Svíþjóð fær einkunnina B.

Í umfjöllun um íslenska lífeyriskerfið í skýrslu stofnunarinnar segir að það sé byggt upp af opinberu almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðakerfi sem bæði launþegar og atvinnurekendur greiði í. Að auki sé boðið upp á séreignarsparnað.

Fram kemur í skýrslu Mercer CFA að einkunn Íslands gæti hækkað ef skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækki, hugað verði að réttindum

...