Rarik og Orka náttúrunnar (ON) hafa skrifað undir samning um kaup Rarik á raforku vegna dreifitapa sem tryggir Rarik raforku til allt að fjögurra ára. Í dreifikerfinu tapast alltaf einhver hluti rafmagnsins á leiðinni til viðskiptavina en það er…
Orka Silja Rán Steinberg frá Rarik og Árni Hrannar Haraldsson frá ON.
Orka Silja Rán Steinberg frá Rarik og Árni Hrannar Haraldsson frá ON. — Ljósmynd/Rarik

Rarik og Orka náttúrunnar (ON) hafa skrifað undir samning um kaup Rarik á raforku vegna dreifitapa sem tryggir Rarik raforku til allt að fjögurra ára.

Í dreifikerfinu tapast alltaf einhver hluti rafmagnsins á leiðinni til viðskiptavina en það er raforka sem Rarik ber kostnað af og þarf að tryggja að sé fyrir hendi. Töpin verða t.d. vegna hitamyndunar í strengjum dreifikerfisins og vegna viðnáms þeirra.

„Kaup á dreifitöpum eru því órjúfanlegur hluti af starfsemi dreifiveitu eins og Rarik,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.