Reykjavíkurborg og Veitur standa fyrir samkeppni um ljóslistaverk í almannarými borgarinnar á Vetrarhátíð 2025, sem fram fer dagana 6. til 9. febrúar næstkomandi. Vetrarhátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 2002 og hefur markmiðið með hátíðinni…
Vetrarhátíð Hallgrímskirkja hefur gjarnan verið lýst upp á hátíðinni.
Vetrarhátíð Hallgrímskirkja hefur gjarnan verið lýst upp á hátíðinni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Reykjavíkurborg og Veitur standa fyrir samkeppni um ljóslistaverk í almannarými borgarinnar á Vetrarhátíð 2025, sem fram fer dagana 6. til 9. febrúar næstkomandi.

Vetrarhátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 2002 og hefur markmiðið með hátíðinni verið frá upphafi að lýsa upp skammdegið og bjóða íbúum og gestum borgarinnar að upplifa einstaka stemningu í borginni, segir á vef borgarinnar.

Markmið samkeppninnar er að virkja íslenskt hugvit og nýsköpun sem styður við skapandi og lifandi borg. Samkeppnin er opin öllum; myndlistar-, tónlistar og ljóstæknifólki, tölvunarfræðingum, ljóslistarhönnuðum eða öðrum þeim sem vinna með rafmagn, ljós og list í einhverju formi.

Hægt er að koma með tillögu að staðsetningu eða fá ráðgjöf frá skipuleggjendum. Kostur er ef verkið er gagnvirkt

...