„Fyrstu mánuðirnir hafa eiginlega verið frábærir. Mér líður mjög vel hjá liðinu,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Hún gekk til liðs við Blomberg-Lippe frá Sachsen Zwickau í sumar
Einbeitt Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Einbeitt Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. — Morgunblaðið/Óttar

Þýskaland

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Fyrstu mánuðirnir hafa eiginlega verið frábærir. Mér líður mjög vel hjá liðinu,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Hún gekk til liðs við Blomberg-Lippe frá Sachsen Zwickau í sumar. Bæði lið leika í efstu deild í Þýskalandi.

„Bæði leikmenn og allir í kringum liðið taka á móti manni með opnum örmum og eru til í að hjálpa manni með allt til þess að maður sé fljótari að koma sér inn í liðið.

Ég tala þýsku þannig að það er kannski auðveldara fyrir mig en marga aðra að vera fljót að koma mér inn í allt saman. Þetta er búið að vera frábært hingað til,“ hélt Díana Dögg áfram.

...