Guðmundur Árni Stefánsson
Guðmundur Árni Stefánsson

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, hefur hug á að snúa aftur í landspólitíkina. Í gær kvaðst hann ætla að gefa kost á sér í oddvitasætið í Kraganum. Guðmundur Árni var áður þingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna árin 1993 til 2003, þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna 2003 til 2005 og ráðherra 1993 til 1994. Eftir 16 ára hlé í pólitík sneri hann aftur fyrir tveimur og hálfu ári og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar í október 2022.