Hópferð á vegum Moggaklúbbsins var farin á sýninguna ABBA Voyage í London í síðustu viku. Var þetta önnur ferð klúbbsins á sýninguna í samvinnu við ferðaskrifstofuna Niko Travel. Tvær ferðir verða farnar til viðbótar á sýninguna og er uppselt í þær báðar
Hópferð Félagar í Moggaklúbbnum utan við bygginguna í Queen Elizabeth Olympic Park í London sem reist var fyrir sýninguna ABBA Voyage.
Hópferð Félagar í Moggaklúbbnum utan við bygginguna í Queen Elizabeth Olympic Park í London sem reist var fyrir sýninguna ABBA Voyage. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

<autotextwrap>

Hópferð á vegum Moggaklúbbsins var farin á sýninguna ABBA Voyage í London í síðustu viku. Var þetta önnur ferð klúbbsins á sýninguna í samvinnu við ferðaskrifstofuna Niko Travel. Tvær ferðir verða farnar til viðbótar á sýninguna og er uppselt í þær báðar.

Fram kemur í tilkynningu frá Niko Travel að ABBA Voyage sé margverðlaunuð sýning þar sem hinn goðsagnakenndi hljómsveitarandi ABBA lifni við á ný. Með háþróaðri tækni sé ABBA kynnt á sviðinu í stafrænu formi þar sem áhorfendur upplifa bæði kraftmikinn söng, dans og ljósadýrð, í bland við sögu hljómsveitarinnar. Sýningin er sett upp í byggingu í Queen Elizabeth Olympic Park sem var reist

...