„Flugvöllur hér í Árborg er möguleiki í stöðunni og nokkuð sem vert er að skoða. Flóinn er fjarri fjöllum og skilyrði í veðráttu svo sem vindáttir hagstæðar flugi,“ segir Bragi Bjarnason bæjarstjóri
Flug Í útjaðri bæjar á Selfossi er flugvöllur, en nú er rætt um gerð annars flugvallar þarna ekki langt frá.
Flug Í útjaðri bæjar á Selfossi er flugvöllur, en nú er rætt um gerð annars flugvallar þarna ekki langt frá. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Flugvöllur hér í Árborg er möguleiki í stöðunni og nokkuð sem vert er að skoða. Flóinn er fjarri fjöllum og skilyrði í veðráttu svo sem vindáttir hagstæðar flugi,“ segir Bragi Bjarnason bæjarstjóri. Ýmsum möguleikum er nú velt upp í umræðu um flugvallarmál í kjölfar skýrslu sérfræðinga um flugvallarsvæði í Hvassahrauni. Vallargerð þar er sögð raunhæf framkvæmd en aðrir benda á að í skýrslunni sé lítt horft til þeirrar eldgosahættu sem fyrir hendi er á

...