Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur við tveimur ráðuneytum af ráðherrum Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tekur við þriðja ráðuneytinu. Bjarni tekur við matvælaráðuneytinu af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og félags-…

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur við tveimur ráðuneytum af ráðherrum Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tekur við þriðja ráðuneytinu.

Bjarni tekur við matvælaráðuneytinu af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu af Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

Sigurður Ingi fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneytinu af Svandísi Svavarsdóttur. Frá þessu var greint eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær.

Taka þeir Bjarni og Sigurður Ingi við ráðuneytunum af því að þingflokkur Vinstri grænna ákvað að taka ekki þátt í starfsstjórn sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands vildi að tæki við fram að kosningum.
Ríkisstjórnin fundaði síðdegis í gær og mættu ráðherrar Vinstri grænna á fundinn. Ráðherrar Vinstri grænna ljúka störfum í dag.

...