Úkraína Nýliðar í Úkraínuher sjást hér við heræfingar í Donetsk-héraði.
Úkraína Nýliðar í Úkraínuher sjást hér við heræfingar í Donetsk-héraði. — AFP/Úkraínuher

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kynnti í gær siguráætlun sína fyrir úkraínska þinginu. Í áætluninni er kallað eftir því að Úkraína fái boð um að ganga í Atlantshafsbandalagið á sama tíma og því er algjörlega hafnað að láta eftir úkraínskt landsvæði fyrir frið í Úkraínustríðinu.

„Rússland verður að tapa stríðinu gegn Úkraínu. Og það felur ekki í sér að frysta átökin og það felur ekki í sér að fórna nokkru af landsvæði eða fullveldi Úkraínu,“ sagði Selenskí þegar hann ávarpaði þingheim í gær.

Hin opinbera áætlun Selenskís er í fimm liðum, og fyrsti þáttur hennar er að Úkraína fái boð um að ganga inn í Atlantshafsbandalagið þegar í stað. Sagði Selenskí að Kremlverjar hefðu nú grafið undan öryggi Evrópu í áratugi og að þeim hefði verið það kleift vegna þess að Úkraína var ekki í bandalaginu.

Þá

...