Vaxtalækkunarferli er hafið en raunhæf áætlun um að koma böndum á ríkisfjármálin gæti byggt undir hraðari og meiri vaxtalækkun en ella.
Ísak Einar Rúnarsson
Ísak Einar Rúnarsson

Ísak Einar Rúnarsson

Árið 1992 atti lítt þekkt forsetaefni kappi við George Bush eldri, þá sitjandi forseta í Bandaríkjunum. Bush þótti fara sterkur inn í baráttuna, en hann hafði staðið sig vel í utanríkismálum, tekið á innrás Saddams Husseins í Kúveit án þess að festast með herinn í Mið-Austurlöndum. Vegna vinsælda Bush héldu sumir því fram að líklegustu frambjóðendur Demókrataflokksins hefðu ekki fengist í slaginn og því hefðu þeir setið uppi með ríkisstjóra Arkansas í framboði.

Þessi ríkisstjóri gerði sér þó lítið fyrir og sigraði forsetann sitjandi í kosningunum. Rekja margir kosningaúrslitin til þess að efnahagsástandið snerist skyndilega Bush mjög í óhag og kenna sumir þáverandi seðlabankastjóra, Alan Greenspan, um að hafa haft forsetastólinn af Bush, með því að hækka mjög vexti í Bandaríkjunum. Ríkisstjórinn, Bill nokkur Clinton, áttaði sig

...