„Ótímabærar tilkynningar um fráfall mitt eru stórlega ýktar. Ég get allavega staðfest að ég er ekki horfinn,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi, í samtali við Morgunblaðið en um er að ræða viðbrögð hans við umræðu sem vakti…
Goðsögn Jónsi er einn af þekktustu poppurum landsins en hann starfar einnig í fjármálageiranum.
Goðsögn Jónsi er einn af þekktustu poppurum landsins en hann starfar einnig í fjármálageiranum. — Morgunblaðið/Eggert

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

„Ótímabærar tilkynningar um fráfall mitt eru stórlega ýktar. Ég get allavega staðfest að ég er ekki horfinn,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi, í samtali við Morgunblaðið en um er að ræða viðbrögð hans við umræðu sem vakti athygli inni í 40 þúsund manna grúppunni Beauty Tips á Facebook í gær.

Þar spurði ónefndur aðili hópmeðlimi hvað hefði orðið um Jónsa.

„Hann hvarf bara,“ segir aðilinn og bætir við tortryggnum broskalli og skjáskoti af hinu ógleymanlegu myndbandi af Jónsa að syngja barnalagið: Lagið um það sem er bannað.

Svör meðlima voru fjölbreytt en í fyrsta svari spyr meðlimur hvort Jónsi starfi „ekki bara ennþá sem flugfreyja?“ Í framhaldinu kemur leiðréttingin: flugþjónn. En það var þessi leiðrétting sem virðist hafa farið mest fyrir brjóstið á Jónsa sem gat

...