Gunnar Kristinn Geirsson fæddist 27. október 1949 í Reykjavík. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. september 2024.

Foreldrar hans voru Geir Reynir Tómasson tannlæknir, f. 24. júní 1916, og María Elfriede Bell Tómasson, f. 26. júlí 1921.

Bræður hans eru Reynir Tómas, f. 13. maí 1946, og Elmar Geirsson,
f. 25. júlí 1948.

Gunnar bjó nánast alltaf í foreldrahúsum á Langholtsvegi 159 og Hávallagötu 45. Síðustu árin var hann til heimilis á Grandavegi 47. Vegna veikinda var Gunnar ekki virkur á vinnumarkaði en vann þó í nokkur ár hjá Iðnaðarbanka Íslands við sendistörf.

Útförin fer fram í kyrrþey.

Á uppvaxtarárunum buðu Vogarnir í Reykjavík upp á algjört frelsi fyrir börn

...