Kílómetragjald Stjórnvöld áforma að leggja kílómetragjald á alla bíla í byrjun næsta árs en á móti muni vörugjöld á jarðefnaeldsneyti falla niður.
Kílómetragjald Stjórnvöld áforma að leggja kílómetragjald á alla bíla í byrjun næsta árs en á móti muni vörugjöld á jarðefnaeldsneyti falla niður. — Morgunblaðið/Eggert

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt frumvarpsdrög um kílómetragjald á ökutæki í stað vörugjalda á eldsneyti. Miðað er við að lög um gjaldið taki gildi um næstu áramót.

Þá felur frumvarpið í sér að kolefnisgjald sem lagt er á kolefniseldsneyti tvöfaldist. Það er nú 13,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu og 11,70 krónur á hvern lítra af bensíni en á að hækka í 27,30 krónur á dísilolíulítra og 23,40 krónur á bensínlítra.

Ráðuneytið segir stefnt að því að leggja fram frumvarp um málið á Alþingi á haustþinginu. Í frumvarpsdrögunum í samráðsgátt kemur fram að gert sé ráð fyrir að fjárhæð kílómetragjalds taki mið af þyngd ökutækja þar sem niðurbrot og slit af notkun ökutækja á vegum vaxi með aukinni þyngd.

Fjárhæð kílómetragjaldsins er í frumvarpsdrögunum sett fram í 29 gjaldbilum þar sem

...