Endurminningar Þjóðin og valdið – fjölmiðlalögin og Icesave ★★★·· Eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Innb. 367 bls., myndir, nafnaskrá. Útg. Mál og menning, Rvk. 2024
Blaðamannafundur árið 2010 „Trúnaðurinn nær ekki lengra en honum sjálfum hentar,“ segir meðal annars í rýni.
Blaðamannafundur árið 2010 „Trúnaðurinn nær ekki lengra en honum sjálfum hentar,“ segir meðal annars í rýni. — Morgunblaðið/RAX

Bækur

Björn

Bjarnason

Höfundur dagbókar er gjarnan sjálfhverfur og tekur lítið mið af sjónarmiðum annarra. Þá kann hann einnig að festa hugann um of við eitt efni og endurtaka sjálfan sig. Hann upphefur sig á kostnað annarra og miklar atvik sér í hag. Höfundurinn lítur á eigin orð um eigið ágæti með tilvitnun í aðra sem óskoraða viðurkenningu.

Við lestur bókar Ólafs Ragnars Grímssonar (ÓRG) Þjóðin og valdið – fjölmiðlalögin og Icesave leitar þetta á hugann. Á bókarkápu er penni ÓRG við dagbókarskrifin sagður „tæki í glímunni við erfið vandamál og göngustafur á leið til ákvarðana“. Penninn var einnig vopn ÓRG til að ná sér í einrúmi á Bessastöðum niðri á þeim sem hann taldi að stæðu í vegi fyrir áformum hans.

...