Ísraelsher hélt áfram loftárásum sínum á Líbanon í gær, og réðst herinn m.a. á suðurhluta höfuðborgarinnar Beirút, þar sem talið er að helsta vígi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah sé. Þá sagðist herinn í yfirlýsingu sinni hafa hitt fjölda skotmarka sem tengd eru samtökunum í borginni Nabatiyeh
Líbanon Hér má sjá reyk stíga upp eftir loftárásir Ísraelshers í borginni Nabatieyh í gær.
Líbanon Hér má sjá reyk stíga upp eftir loftárásir Ísraelshers í borginni Nabatieyh í gær. — AFP/Abbas Fakih

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ísraelsher hélt áfram loftárásum sínum á Líbanon í gær, og réðst herinn m.a. á suðurhluta höfuðborgarinnar Beirút, þar sem talið er að helsta vígi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah sé. Þá sagðist herinn í yfirlýsingu sinni hafa hitt fjölda skotmarka sem tengd eru samtökunum í borginni Nabatiyeh. Stjórnvöld í Líbanon sögðu hins vegar að Ísraelsmenn hefðu ráðist á ráðhús borgarinnar. Féllu þar sextán manns að sögn Líbana, þar á meðal borgarstjóri Nabatiyeh, og 52 til viðbótar særðust.

Forsætisráðherra landsins, Najib Mikati, fordæmdi árás Ísraelshers og sagði hana hafa beinst að neyðarfundi borgarstjórnar, þar sem meðal annars voru rædd neyðarúrræði vegna átaka Ísraelshers og Hisbollah-samtakanna. Jeanine Hennis-Passchaert, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, sagði eftir

...