Þeir sem starfa við flugöryggi í heiminum glíma nú við nýja ógn sem er tilkomin vegna stríðsátaka víða um heim. Á átakasvæðum reyna ríki að verjast loftárásum með því að brengla GPS-merki en það hefur hins vegar áhrif á flugumferð á þeim svæðum
Lending Flugumferðarstjórar hjálpa flugmönnum að lenda farsællega þegar slökkva þarf á tæknibúnaðinum.
Lending Flugumferðarstjórar hjálpa flugmönnum að lenda farsællega þegar slökkva þarf á tæknibúnaðinum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Þeir sem starfa við flugöryggi í heiminum glíma nú við nýja ógn sem er tilkomin vegna stríðsátaka víða um heim. Á átakasvæðum reyna ríki að verjast loftárásum með því að brengla GPS-merki en það hefur hins vegar áhrif á flugumferð á þeim svæðum. Þar með talið farþegaflugvélar.

„Við höfum séð nýja ógn við flugöryggi og hún birtist okkur fyrst í mars árið 2023. Allveruleg aukning varð á þessum tilfellum í september 2023,“ segir Jón Hörður Jónsson, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), þegar Morgunblaðið forvitnast um þessa ógn sem áður hefur verið fjallað um hér í blaðinu.

Öryggisnefndin stóð nýlega fyrir málþingi í Reykjavík og þar voru til að

...