Á miðvikudag var fjallað um þann kostnað sem dómsmálaráðuneytið greiddi fyrir lögfræðilega ráðgjöf frá tveimur lögmannsstofum vegna deilu sem upp kom í embætti ríkissaksóknara. Ráðuneytið veitti Morgunblaðinu villandi upplýsingar um skiptingu kostnaðarins á milli lögmannsstofa. Hið rétta er að reikningur Lex nam krónum 1.742.969 m/vsk og reikningur Logos nam krónum 6.571.138 m/vsk. Heildarkostnaður var hins vegar réttur, eða rúmlega 8,3 milljónir króna m/vsk.