Hví eru kosningar ekki notaðar til að útkljá fleiri mál? Það virkar sem beint lýðræði og sparar peninga, enda kosta svona kosningar um 200-300 milljónir. Má þar nefna mál á borð við: 1. Að gera landið að einu kjördæmi, sem myndi jafna endanlega vægi …
Atkvæðagreiðsla Nota mætti kosningar til að útkljá ýmis mál.
Atkvæðagreiðsla Nota mætti kosningar til að útkljá ýmis mál.

Hví eru kosningar ekki notaðar til að útkljá fleiri mál? Það virkar sem beint lýðræði og sparar peninga, enda kosta svona kosningar um 200-300 milljónir. Má þar nefna mál á borð við:

1. Að gera landið að einu kjördæmi, sem myndi jafna endanlega vægi atkvæða eins og gerist í forseta- og sveitarstjórnarkosningum.

2. Að hefja viðræður við Evrópusambandið.

3. Að aðskilja ríki og kirkju.

4. Alþingismenn skulu eingöngu semja lög, enda kosnir til þess, en ekki verða jafnframt æðstu yfirmenn framkvæmdarvalds og í einu tilfelli æðsti yfirmaður dómsvalds sem ræður dómara, sýslumenn og lögreglumenn og t.d. utanríkisráðherra, sem ræður alla sendiherra, en var kosinn eingöngu til að semja lög.

5.

...