Grindavík Ráðist hefur verið í fjölda mótvægisaðgerða innan bæjarins til að gera hann að öruggari stað en áður.
Grindavík Ráðist hefur verið í fjölda mótvægisaðgerða innan bæjarins til að gera hann að öruggari stað en áður. — Morgunblaðið/Eggert

Stefnt er að því að innakstur í Grindavíkurbæ verði hindrunarlaus og bærinn opinn öllum frá og með 21. október. Aðgengi að bænum hefur verið meira og minna heft frá því í nóvember á síðasta ári þegar mikið kvikuhlaup náði undir bæinn.

Bærinn er nú á óvissustigi sem er lægsta stig almannavarna. Verður þetta fyrirkomulag í gildi þar til hættustigi kann að verða lýst yfir á ný.

Vegna þeirra mótvægisaðgerða sem farið hefur verið í og eru í gangi er Grindavík talin öruggari staður en áður og tilgangurinn með auknu aðgengi er að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi.

Þetta kom fram á upplýsingafundi framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ í gær.

Öryggismiðstöðin, sem vaktað hefur lokunarpósta, mun

...