Benedikt G. Ófeigsson
Benedikt G. Ófeigsson

Eldgos gæti brotist út á Reykjanesskaga á boðuðum kjördegi alþingiskosninga, 30. nóvember. Kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi og reyna gæti farið á þanþol kvikugeymisins um miðjan nóvember.

„Við sjáum alveg að skýrt landris heldur áfram í Svartsengi þó svo að vísbendingar séu um að það hafi hægt örlítið á hraða þess og dregið úr kvikuinnflæði,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir það vel mögulegt að gjósa taki á kjördag. „Það virðist erfiðara og erfiðara fyrir kvikuna að komast upp á yfirborðið og vonandi er það vísbending um að það fari að styttast eitthvað í annan endann á þessu,“ segir hann um þróun mála við Sundhnúkagígaröðina.

Síðasta eldgosi lauk 5. september en það braust út 22. ágúst og var það kraftmesta til þessa. gummih@mbl.is