„Vandamálið byrjaði í október 2022 þegar Reykjavíkurborg breytti bílastæðunum í gjaldsvæði 3 og á þeim svæðum er frítt um helgar, sem þýðir að bílum er lagt hér á föstudagskvöldi og þeir eru ekki hreyfðir fyrr en á mánudegi
Bernhöftsbakarí Breytingar á gjaldtöku bílastæða og ný strætóstoppistöð hafa valdið tekjutapi hjá 190 ára gömlu fyrirtæki undanfarin tvö ár.
Bernhöftsbakarí Breytingar á gjaldtöku bílastæða og ný strætóstoppistöð hafa valdið tekjutapi hjá 190 ára gömlu fyrirtæki undanfarin tvö ár. — Morgunblaðið/Eyþór

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Vandamálið byrjaði í október 2022 þegar Reykjavíkurborg breytti bílastæðunum í gjaldsvæði 3 og á þeim svæðum er frítt um helgar, sem þýðir að bílum er lagt hér á föstudagskvöldi og þeir eru ekki hreyfðir fyrr en á mánudegi. Verstu dagarnir hér eru eins og í faraldrinum og þá er mikið sagt,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Klapparstíg 3.

Löng bið eftir merkingum

Hann segir að vandinn hafi svo aukist í mars síðastliðnum þegar 72 bílastæði hurfu undir strætóstoppistöð, þegar stöðin á Hlemmi var lögð niður vegna borgarlínu og hún flutt á Skúlagötu.

„Það eru yfir 130 íbúðir í húsinu og þetta er vinsælt hús fyrir eldri borgara. Nú er staðan þannig að ekkert bílastæði

...