Það að klæða sig fallega er ákveðin listgrein. Fólk með virkara hægra heilahvel er oft töluvert betra í að raða saman litum, efnum og sniðum en fólk með virkara vinstra heilahvel. Vinstra heilahvels týpurnar mala hins vegar oft og tíðum hægra…

Það að klæða sig fallega er ákveðin listgrein. Fólk með virkara hægra heilahvel er oft töluvert betra í að raða saman litum, efnum og sniðum en fólk með virkara vinstra heilahvel. Vinstra heilahvels týpurnar mala hins vegar oft og tíðum hægra heilahvels týpurnar í maraþonhlaupum, reikningi og þessi hópur missir fókus þegar minnst er á sniðsauma, hálslíningar, snið á boðungum og utanáliggjandi vasa.

Að hafa góðan fatasmekk er huglægt mat en þeir sem velja náttúruleg efni og fatasnið sem lagt er í þykja oftar betur klæddir en þeir sem velja plastsandala, sniðlausar flíspeysur og gerviefni sem límast við líkamann. Það er ekki nóg að velja föt úr góðum efnum því þau þurfa að passa á búkinn og taka mið af handleggjalengd, mittislínu og taka þarf mið af

...