Við þurfum alvöruleiðtoga sem þora að taka erfiðar ákvarðanir, jafnvel þótt þær séu óvinsælar í fyrstu.
Einar Jóhannes Guðnason
Einar Jóhannes Guðnason

Einar Jóhannes Guðnason

Sem eiginmaður til 10 ára hef ég neyðst til að horfa á ýmiss konar raunveruleikasjónvarp. Flestir raunveruleikaþættir eiga það sameiginlegt að fólk virðist geta grátið og rifist yfir öllu. Flestar seríur enda með svokölluðum „tell all“-þætti, þar mætast að leikslokum allir þátttakendur og fara yfir óuppgerð atvik, þar er sérstaklega grátið og rifist.

Síðastliðið mánudagskvöld virtist RÚV gera sína tilraun að „tell all“-þætti þegar það bauð öllum flokksleiðtogum í ríkisstjórninni að hittast í beinni útsendingu og gera upp stjórnarslitin, rúmum 24 klukkustundum eftir að ríkisstjórnin sprakk. Orð fá því ekki lýst hversu súr stemningin var í settinu. Þetta var alveg eins og í The Bachelor þegar piparsveinninn þarf að svara fyrir ákvarðanir sínar og svo er rifist. Í Silfrinu var Bjarni Ben. piparsveinninn

...