Rússnesk stjórnvöld rekja lækkandi tíðni barneigna til vestræns áróðurs en ættu að líta sér nær

Rússar búa við kröpp kjör og tilvera almennings er grá. Lífskjör og velmegun almennings njóta ekki beinlínis forgangs hjá rússneskum stjórnvöldum. Vladimír Pútín forseti Rússlands leggur megináherslu á að reka stríðið í Úkraínu og í raun ríkir rummungaræði í Rússlandi þar sem útvalinn hópur sogar til sín auð og völd á kostnað almennra borgara.

Á fimmtudag samþykkti rússneska þingið einróma fyrsta uppkast til laga að banni við „áróðri“ um að „hafna barneignum“. Forseti dúmunnar sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að yfir stæði „stríð á vígstöðvum hugmyndafræðinnar“.

Í frumvarpinu er kveðið á um sektir á einstaklinga og fyrirtæki og er þar einnig ákvæði um að vísa megi útlendingum úr landi.

Þegar er í gildi sambærilegt bann hvað varðar hinsegin

...