Sigurður Björnsson fæddist 5. júní 1942. Hann lést 29. september 2024.

Útför hans fór fram 16. október 2024.

Í dag kveðjum við kæran félaga, fyrrverandi formann og heiðursfélaga Krabbameinsfélagsins.

Sigurður Björnsson var frumkvöðull í krabbameinslækningum á Íslandi og einn þeirra sem sinntu starfinu af lífi og sál. Hann helgaði sig starfi sínu og sjúklingum svo eftir var tekið. Sigurður hafði áhuga á fólki, hann var mikill mannvinur og hafði vonina og lífið sem leiðarljós í starfi sínu.

Sigurður áttaði sig á að glímuna við krabbamein yrði að eiga víðar en í heilbrigðiskerfinu. Hann skildi mikilvægi sterkra hagsmunasamtaka, að fólk með krabbamein ætti sterkan bakhjarl utan kerfisins og lagði sitt af mörkum sem sjálfboðaliði hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hann

...