Mæðginin Karl Ísar, Ernir Ingi og Sara í sumarfríi hjá vinafólki í Höganås í Svíþjóð 2023.
Mæðginin Karl Ísar, Ernir Ingi og Sara í sumarfríi hjá vinafólki í Höganås í Svíþjóð 2023.

Sara Karlsdóttir fæddist 18. október 1984 á Akranesi og ólst þar upp.

Hún ólst upp við Langasand og eyddi flestum æskustundum í sjónum, útiveru og íþróttum. Hún var lengst af í fimleikum og var kosin fimleikamaður Akraness 1996, aðeins 12 ára gömul.

Sara gekk í Grundaskóla og byrjaði í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en kláraði stúdentinn frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún hóf nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri en kláraði ekki.

„Ég vann á ýmsum stöðum við sölumennsku og lengst af í túristabransanum, þar til fíknsjúkdómurinn tók við. Eftir baráttu við fíknsjúkdóminn varð ég edrú 24. desember 2012. Eftir það breyttist áhugasviðið og hóf ég vinnu og nám hjá SÁÁ og fékk svo löggildingu 2019 sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Síðan þá hefur fókusinn minn verið alfarið á

...