Smárabíó og Sambíóin Topp 10 möst ★★★·· Leikstjórn: Ólöf Birna Torfadóttir. Handrit: Ólöf Birna Torfadóttir. Aðalleikarar: Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Ísland, 2024. 90 mín.
Á ferð Tanja Björk Ómarsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Top 10 möst sem óvenjulegu vinkonurnar Mjöll og Arna.
Á ferð Tanja Björk Ómarsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Top 10 möst sem óvenjulegu vinkonurnar Mjöll og Arna.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Topp 10 möst er íslensk bílamynd sem eins og Bakk (Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson, 2015) og Blossi/81055 (Júlíus Kemp, 1997) myndu líklegast flokkast sem léttar gamanmyndir. Það sem gerir þessar bílamyndir spennandi eru persónurnar af því þær eru allar mjög brotnar og mannlegar. Aðalpersónurnar í Topp 10 möst, Mjöll (Tanja Björk Ómarsdóttir) og Arna (Helga Braga Jónsdóttir), eru þar ekki undanskildar. Strax í byrjun myndarinnar fæst skýr mynd af persónunum. Áhorfendur átta sig á að Arna er miðaldra kona sem starfar sem leikmyndahönnuður og listamaður. Það virðist samt ekki skila sér í veskið hennar því bréfunum frá Motus fjölgar stöðugt. Eitt kvöldið þegar Arna er á slæmum stað sendir hún skilaboð til

...