Halla Tómasdóttir forseti Íslands boðaði til ríkisráðsfundar að Bessastöðum í gærkvöldi og varð þar við lausnarbeiðnum þriggja ráðherra Vinstri grænna. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók í kjölfarið við völdum í landinu og gert er ráð…
— Morgunblaðið/Hákon

Halla Tómasdóttir forseti Íslands boðaði til ríkisráðsfundar að Bessastöðum í gærkvöldi og varð þar við lausnarbeiðnum þriggja ráðherra Vinstri grænna.

Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók í kjölfarið við völdum í landinu og gert er ráð fyrir að hún sitji þar til ný ríkisstjórn verður mynduð að loknum kosningum 30. nóvember.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur tekið við ráðuneytum matvæla, félagsmála og vinnumarkaðs, til viðbótar við embætti forsætisráðherra sem hann gegnir þegar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar er sömuleiðis nú ráðherra innviða en hann var þegar ráðherra fjármála.

Ekki verið vilji til málamiðlana

Hljóðið var ekki þungt í fráfarandi ráðherrum Vinstri grænna er þeir gengu á sinn síðasta ríkisráðsfund í þessari

...