Óhjákvæmilegt er að mati Greiningar Íslandsbanka að stjórnarslit og yfirvofandi kosningar muni bera á góma á vaxtaákvörðunarfundunum í nóvember, enda stefnt að alþingiskosningum í lok þess mánaðar. Í greiningunni kemur fram að gagnlegt sé að skoða…
Vextir Nefndarmenn voru sammála á síðasta fundi um lækkun stýrivaxta.
Vextir Nefndarmenn voru sammála á síðasta fundi um lækkun stýrivaxta. — Morgunblaðið/Ómar

Óhjákvæmilegt er að mati Greiningar Íslandsbanka að stjórnarslit og yfirvofandi kosningar muni bera á góma á vaxtaákvörðunarfundunum í nóvember, enda stefnt að alþingiskosningum í lok þess mánaðar.

Í greiningunni kemur fram að gagnlegt sé að skoða hvernig slíkar vendingar hafi endurspeglast í umræðum og ákvarðanatöku peningastefnunefndar undanfarin ár, sér í lagi þegar slíkt umrót hefur átt sér stað með tiltölulega skömmum fyrirvara líkt og nú. Peningastefnunefnd hefur því í ákvörðunum sínum áður tekið tillit til pólitískrar óvissu í tengslum við stjórnarslit.

Í greiningu Íslandsbanka segir að áherslur flestra flokka og óvissa tengd niðurstöðu kosninganna og endanlegri stjórnarmyndun geti líklega haldið aftur af peningastefnunefndinni við að stíga stórt vaxtalækkunarskref í nóvember.

...