„Þegar ég gekk með Míu, núna 10 ára dóttur mína, bjó ég í Los Angeles og fékk að heyra það frekar skýrum orðum að þegar ungar leikkonur yrðu barnhafandi fyndist bransanum eða karlmönnunum sem keyrðu bransann að þær misstu einhvern veginn kynþokkann og æskuljómann. Mér var ráðlagt að hafa hljótt um meðgönguna.“
Aníta Briem gengur með sitt annað barn en hún fann ástina þegar hún hitti Hafþór Waldorff.
Aníta Briem gengur með sitt annað barn en hún fann ástina þegar hún hitti Hafþór Waldorff. — Morgunblaðið/Anton Brink

Þessi saga á sér djúpan sess í mínu hjarta. Ég hef alltaf nálgast hana fyrst og fremst sem sögu þeirra hjóna, sögu um ástina. Pólitíkin er auðvitað endalaust áhugaverð og setur sviðið. Í nýju seríunni hefur allt það sem Steinunn hræddist mest gerst og veikindi Benedikts hafa verið afhjúpuð. Steinunn trúir því ekki að samfélagið geti tekið fordómalaust á móti andlega veikri manneskju og það finnst mér stór og mikilvæg spurning að varpa á borð í okkar samfélagi,“ segir Aníta þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í Ráðherranum 2.

Steinunn, sem þú leikur, er í ólgusjó í þessari seríu þar sem Benedikt, ráðherrann sjálfur, glímir við sjúkdóm. Hvernig tæklar Steinunn þessi veikindi?

„Í uppeldinu hefur Steinunni verið kennt að vantreysta. Hún er raunsæið á móti draumórum Benedikts og er fljótari að sjá breyskleikann í

...