Abstrakt Eitt verka Innes.
Abstrakt Eitt verka Innes.

Listamaðurinn Callum Innes hefur opnað fjórðu einkasýningu sína í i8 gallerí og mun hún standa til 30. nóvember.

„Í hartnær fjóra áratugi hefur Callum Innes helgað sig þróun nýs sjónræns tungumáls, eða stafrófs, sem byggir ekki á stöfum eða táknum, heldur litum og formum. Verk hans einkennast af notkun abstraktsjónar og rannsóknum hans á beitingu lita,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Innes, sem fæddur er í Edinborg árið 1958, sé víða talinn meðal fremstu listamanna sinnar kynslóðar og hafi verið tilnefndur til Turner-­verðlaunanna árið 1995.