Forseti Halla fylgist með stöðunni.
Forseti Halla fylgist með stöðunni. — Morgunblaðið/Eggert

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur byrjar á margan hátt svipað og var á fyrstu mánuðum Guðna Th. Jóhannessonar í embætti fyrir átta árum. Í báðum tilvikum er ólga í stjórnmálunum; ríkisstjórn er sprungin, kosningar fram undan og þeim fylgir stjórnarmyndun.

Árið 2016, þegar Guðni Th. tók við embætti, var við völd ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem tók við þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér forsæti í kjölfar birtingar Panama-skjalanna. Eftir haustkosningar 2016 tók langan tíma að mynda ríkisstjórn. Flækjurnar voru margar
og verkefnin snúin. » 14