— Ljósmynd/Facebook

Varningur tengdur hrekkjavökunni hefur oftar en einu sinni valdið svo miklum usla að kalla þurfti til lögreglu. Slíkt atvik átti sér einmitt stað á mánudag, þegar risastórt uppblásið grasker slapp frá heimkynnum sínum í garði í Bay Village og kom sér fyrir á umferðarþungri götu. Lögreglumenn fóru í aðgerð til að handsama „flóttafangann“, sem sýndi ekki mikla samvinnu, eins og sést vel á myndbandi sem lögreglan í Bay Village deildi á samfélagsmiðlum. Þar má sjá graskerið „ráðast“ á lögreglumenn, eins og lögreglan orðaði það.

Myndbandið má sjá á K100.is.