Hamasliðar myrtu 13 eldri borgara í Sderot sem voru á ferðalagi í rútu frá Ofakim til Dauðahafsins.
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir

Í fréttum af árás Hamasliða fyrir ári var mest sýnt frá Nova-tónlistarhátíðinni en þar var þriðjungur þeirra minnst 1.209 sem þar voru myrtir. Hinir, yfir 800 manns, voru hins vegar myrtir í 20 kibbútsum, sex moshövum, á Zikim-strönd, í fjórum herstöðvum við Gasa, í Bedúínabæjum og stærri bæjum í S-Ísrael, s.s. Ofakim og Sderot.

Sderot er bær í S-Ísrael, 840 m frá Gasa, á stærð við Hafnarfjörð; með 33.002 íbúa (2022). Landsvæðið sem Sderot er á vann Ísrael í 1. stríði araba og Ísraela 1948, en áður byggðu það 422 palestínskir bændur frá Najd sem ræktuðu þar banana, sítrusávexti og korn. Í augum fyrri íbúa svæðisins, sem voru hraktir til Gasa, er hertakan óheimil og Sderot, sem byggðist aðallega upp af gyðingum frá Marokkó og Rússlandi, verður fyrir tíðum eldflaugaárásum.

...