„Fyrstu mánuðirnir eru búnir að vera mjög skemmtilegir. Ég hef verið að spila á móti bestu liðum Evrópu,“ sagði handknattleiksmaðurinn Arnór Viðarsson í samtali við Morgunblaðið. Hann gekk til liðs við danska félagið Fredericia frá uppeldisfélagi sínu ÍBV í sumar og samdi til þriggja ára
Mark Arnór Viðarsson fagnar marki í leik með Fredericia fyrr í mánuðinum. Eyjamaðurinn er ánægður með fyrstu mánuðina í nýju landi.
Mark Arnór Viðarsson fagnar marki í leik með Fredericia fyrr í mánuðinum. Eyjamaðurinn er ánægður með fyrstu mánuðina í nýju landi. — Ljósmynd/Fredericia

Danmörk

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Fyrstu mánuðirnir eru búnir að vera mjög skemmtilegir. Ég hef verið að spila á móti bestu liðum Evrópu,“ sagði handknattleiksmaðurinn Arnór Viðarsson í samtali við Morgunblaðið. Hann gekk til liðs við danska félagið Fredericia frá uppeldisfélagi sínu ÍBV í sumar og samdi til þriggja ára.

„Þetta er mikið stökk frá því að spila í úrvalsdeildinni heima. Svo er maður að reyna að koma sér inn í hlutina hérna, það tekur smá tíma.

Munurinn er töluverður. Markverðirnir eru náttúrlega í heimsklassa og það eru atvinnumenn í öllum stöðum. Það eru engir áhugamenn eins og á Íslandi. Þetta er allt annað,“ sagði Arnór, sem er 22 ára gamall.

...