Birgir Ármannsson forseti Alþingis kveðst reiðubúinn að bjóða sig aftur fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, verði það niðurstaða uppstillingarnefndar og kjördæmisráðsfundar sjálfstæðismanna í Reykjavík. Birgir var í þriðja sæti Reykjavíkurkjördæmis…
Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson forseti Alþingis kveðst reiðubúinn að bjóða sig aftur fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, verði það niðurstaða uppstillingarnefndar og kjördæmisráðsfundar sjálfstæðismanna í Reykjavík. Birgir var í þriðja sæti Reykjavíkurkjördæmis suður í síðustu alþingiskosningum árið 2021 og segist vilja halda því sæti. Hann segir miklar annir fram undan inni á þinginu í ljósi óvenjulegra tíma. Hann telji möguleika á að þingið ljúki brýnustu málum fyrir 15. nóvember undir nýrri starfsstjórn. Fjárlögin séu þar í brennidepli og telur Birgir helst að fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd muni funda, þó ekki sé útilokað að aðrar nefndir fundi.